Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í viðtali við Sprengisand að innistæða þurfi að vera fyrir vaxtalækkun Seðlabankans. Seðlbankinn hefur verið gagnrýndur á síðustu vikum fyrir að lækka ekki stýrivexti á síðasta ákvörðunarfundi.

Til að mynda hefur verið bent á að verðbólguspá Seðlabankans standast ekki skoðun og einnig hefur verið haldið uppi gagnrýni þess efnis að Seðlabankinn hafi ekki nýtt kjörin tækifæri til vaxtalækkanna.

Már leggur þó ríka áherslu á að það þyrfti að vera innistæða fyrir vaxtalækkun. Már sagði meðal annars í Sprengisandi í gær að við værum að ná að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur. Hann taldi það algjörlega sögulegt að verðbólguvæntingar væru komnar í markmið.

Már tekur einnig fram að þegar Seðlabankinn breytir vöxtum verður um leið bein breyting á raunvöxtum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Má hér .