Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að bankinn þurfi að auka gjaldeyriskaup til að auka gjaldeyrisforðann þegar aðstæður til þess skapast. Nú sé gjaldeyrisforðinn að stórum hluta tekinn að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum þegar þau koma. Þau þurfi að greiða til baka og er það þekkt. Sé horft til kaupa seðlabankans á gjaldeyri undanfarið takið mjög langan tíma að byggja upp varasjóð. Því þurfi að auka gjaldeyriskaup þegar aðstæður skapist.

„Við munum sæta færis við fyrsta tækifæri til að auka þetta smám saman," sagði Már.