Már Guðmundsson seðlabankastjóri var með 4,5 milljónir króna í skattfrjálsar mánaðartekjur þegar hann var aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Starfinu fylgdu að hans mati mjög góðar heilbrigðistryggingar, verulegt framlag til greiðslu skólagjalda barna, skattfrelsi í vöruinnkaupum og önnur fríðindi sem fylgja diplómatastöðu í Sviss. Þá voru lífeyrisréttindi rífleg en urðu ekki að ævilífeyri fyrr en eftir 10 ára starf.

Þessar upplýsingar koma fram í bréfi sem Már sendi í síðustu viku í tengslum við launamál hans. Í einu bréfanna fjallar hann um laun sín í samanburði við laun seðlabankastjóra hér. Morgunblaðið fjallar um launamál Más í dag. Már var skipaður seðlabankastjóri um mitt ár 2009.