„Við eigum að stuðla að því að landsframleiðsla verði í jafnvægi. En við eigum ekki að stýra hagvexti heldur stöðugleika," segir Már Guðmundsson seðlabankastjóra. Hann benti á að til lengdar muni peningastefna Seðlabankans leiða til stöðugs hagvaxtar.

Hann vísaði því á bug þeirri spurningu að peningastefna bankans og stýrivaxtahækkun dragi úr hagvexti. „Ef peningastefnan dregur úr hagvexti og hefur áhrif á laun þá dregur hún úr verðbólgu," sagði Már. Seðlabankastjóri lagði á það áherslu að hlutverk Seðlabankans nú væri að draga úr verðbólgu. Margir þættir geti haft neikvæð áhrif á þá stjórn og gert hana erfiðari en ella, þar á meðal launahækkanir. sem ýti verðbólgu upp.

„Rannsóknir benda til að þegar verðbólga fer upp þá er hún treg til að fara niður," sagði Már.