*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 15. apríl 2018 16:05

Már vill fjölga seðlabankastjórum

Már Guðmundsson telur ástæðu til að bæta við öðrum aðstoðarseðlabankastjóra.

Ingvar Haraldsson
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur ástæðu til að bæta við öðrum aðstoðarseðlabankastjóra.

Már bendir á að Seðlabankinn hafi vaxið mikið frá því hann tók við embætti árið 2009. „Þegar ég kem inn eru starfsmenn 124.“ Í dag eru þeir um 180 „Ég hef verið á þeirri skoðun að þetta sé það umfangsmikil starfsemi, sérstaklega eftir að fjármálastöðugleikaráð og kerfisáhættunefnd voru sett á fót árið 2014 að það væri ástæða til að vera með annan aðstoðarseðlabankastjóra. Það væri þá hægt að skipta verkum á milli þeirra varðandi starfsemi bankans. Þetta er tilhneiging erlendis, Noregsbanki var með einn en er kominn með tvo, og sumir eru komnir með mun fleiri,“ segir Már.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is