*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 2. október 2013 13:48

Marc Jacobs yfirgefur Louis Vuitton

Yfirhönnuður lúxusvörufyrirtækisins Louis Vuitton ætlar að einbeita sér að eigin merki.

Ritstjórn

Tískuhönnuðurinn Marc Jacobs ætlar að hætta hjá lúxusvörufyrirtækinu Louis Vuitton og ætlar hann að einbeita sér að eigin vörumerki og skráningu fyrirtækisins sem hann stýrir á hlutabréfamarkað á næstu þremur árum. 

Jacobs hefur verið yfirhönnuður hjá Louis Vuitton síðastliðin 16 ár. AP-fréttastofan segir um brotthvarf Jacobs að hann hafi í raun mótað Louis Vuitton og fært það á þann stall sem það er í dag. 

Fréttastofan segir eftir töluverðu að slægjast á markaði og bendir á að fjárfestar hafi keypt hlutabréf í tískuvörufyrirtækinu Prada fyrir 2,14 milljarða dala í útboði fyrir skráningu á markað árið 2011.