Tískuhönnuðurinn Marc Jacobs ætlar að hætta hjá lúxusvörufyrirtækinu Louis Vuitton og ætlar hann að einbeita sér að eigin vörumerki og skráningu fyrirtækisins sem hann stýrir á hlutabréfamarkað á næstu þremur árum.

Jacobs hefur verið yfirhönnuður hjá Louis Vuitton síðastliðin 16 ár. AP-fréttastofan segir um brotthvarf Jacobs að hann hafi í raun mótað Louis Vuitton og fært það á þann stall sem það er í dag.

Fréttastofan segir eftir töluverðu að slægjast á markaði og bendir á að fjárfestar hafi keypt hlutabréf í tískuvörufyrirtækinu Prada fyrir 2,14 milljarða dala í útboði fyrir skráningu á markað árið 2011.