Marc Randolph, fyrsti forstjóri Netflix, heldur fyrirlestur á vegum Nýherja 1. febrúar næstkomandi. Á ráðstefnunni mun Randolph, sem er ennfremur annar stofnenda Netflix, fjalla um hvernig DVD leiga varð að einu þekktasta vörumerki heims.

Efnisveitan Netflix er eitt þekktasta vörumerki heims en það hefur á skömmum tíma raskað rótgrónum markaði með ævintýralegum hætti og á stóran hátt í því að sjónvarpsáhorf hefur tekið stakkaskiptum. Áskrifendur félagsins eru nú 86 milljónir í 190 löndum og tekjur þess námu 6,78 milljörðum króna 2015.

Í dag framleiðir Netflix marga af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims, eins og House of Cards, Stranger Things og fjölda annarra þátta, kvikmynda og heimildarmynda.

Marc sem hefur ríflega fjörtíu ára reynslu sem frumkvöðull mun meðal annars fjalla um hvernig fyrirtæki geta brugðist við breytingum á markaði og hvernig þau geta tileinkað sér þankagang sprotafyrirtækja. Þá hyggst hann miðla mörgum af lykilþáttunum í velgengni Netflix, til að mynda áherslunum á greiningar.