Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,12%  í um 2,2 milljarða heildarviðskiptum í kauphöllinni í dag. Fór hún niður í 2.066,47 stig. Mestu viðskiptin voru með bréf Marel sem fóru yfir 600 krónu múrinn í fyrsta sinn frá því um miðjan júlí.

Gengi bréfa Kviku banka hækkaði mest, eða um 2,68%, í 215 milljón króna viðskiptum, og fór gengið í 10,35 krónur. Jafnframt voru það þriðju mestu viðskiptin með eitt félag í dag. TM hækkaði næst mest, eða um 1,24% í 63 milljóna króna viðskiptum og fór það upp í 32,60 krónur. Iceland Seafood hækkar um 1,02%, í 9,86 krónur, í 75 milljóna króna viðskiptum.

Brim lækkaði hins vegar mest, eða um 2,78%, í 194 milljóna króna viðskiptum og nam lokagengi þess 38,50 krónum í lok dagsins. Hagar lækkuðu um 1,75%, niður í 42,05 krónur, í 88 milljóna króna viðskiptum. Reitir lækkaði um 1,37%, í 72 krónur, í 105 milljóna króna viðskiptum.

Mestu viðskiptin voru hins vegar með bréf Marel, eða fyrir 644 milljóna króna viðskiptum og hækkuðu bréfin um 0,33% í 603,00 krónur. Fóru lokagengið síðast yfir 600 krónu múrinn 18. og 22. júlí síðastliðinn, en þá fór það hæst í 608 krónur.

Næst mest hækkaði gengi Arion banki um 0,38%, upp í 78,30 krónur, í 230,5 milljón króna viðskiptum.

Gengi krónunnar styrktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum, nema breska pundinu. Styrktist það gagnvart krónunni um 0,13% og kostar það nú 158,02 krónur. Evran lækkaði um 0,51% og fæst nú á 134,95 krónur og Bandaríkjadalur lækkaði um 0,29% niður í 122,61 krónu.