Gengi hlutabréfa Marel stendur nú í 600 krónum á hlut eftir að hafa hækkað um 3,45% í 649 milljóna viðskiptum í dag. Hefur gengi bréfa félagsins aldrei verið hærra en það náði síðasta hámarki sínu þann 9. maí síðastliðinn þegar það stóð í 594 krónum á hlut.

Gengi bréfa félagsins hafa verið á nokkru skriði undanfarna daga og hafa hækkað um 10% á síðustu 30 dögum og um ríflega 7% frá því á mánudag. Frá áramótum hafa bréf Marel svo hækkað um ríflega 60%.

Þá hefur gengi bréfa félagsins hækkað um 3,45% það sem af er degi í kauphöllinni í Amsterdam og stendur í 4,2 evrum á hlut.