Marel birtir uppgjör fyrir 2. ársfjórðung í dag eftir lokun markaða.

IFS ráðgjöf spáir því að 2. ársfjórðungur verði svipaður þeim fyrsta og sala muni aukast lítilega.

Sáralítil viðskipti hafa verið með bréf félagins í Kauphöllinni í dag, eða aðeins fyrir 500 þúsund og lækkaði gengi þessi um 0,4% við þau.

Uppgjörsfundur verður haldinn í fyrramálið kl 8.30.  Hægt er að fylgjast með fundinum í gegnum heimasíðu félagsins .