Marel gerir eigendum skuldabréfa undir nafninu MARL 06 1 tilboð um endurkaup á bréfunum. Skuldabréfin voru gefin út á Íslandi í febrúar 2006 og eru með gjalddaga 8. febrúar 2012.

Tilboðið er skilyrt og eru endurkaup háð því að Marel útvegi viðunandi fjármögnun áður en gengið verður frá kaupunum.

Í tilkynningu til Kauphallar segir að tilboðið um endurkaup bréfanna sé hluti af áætlun Marels um að tryggja sér stöðuga og hagkvæma fjármögnun sem muni auðvelda frekari samþættingu á starfsemi félagsins. Félagið á í formlegum viðræðum við takmarkaðan fjölda alþjóðlegra banka um fjármögnun.

Einu eftirstandandi skuldir í krónum

„Marel hyggst einnig greiða upp að fullu skuldabréfaflokk MARL 09 1 - sem gefinnvar út árið 2009 og er samkvæmt skilmálum bréfanna uppgreiðanlegur hvenær semer fyrir gjalddaga í nóvember 2011 - háð því að viðunandi fjármögnun verði tilstaðar. Skuldabréfaflokkarnir tveir, MARL 06 1 og MARL 09 1, eru einu eftirstandiskuldir félagsins í íslenskum krónum. Í lok þriðja ársfjórðungs 2010 varheildarvirði MARL 06 1 skuldabréfa 21,6 milljónir evra og MARL 09 1 skuldabréfa 17,7 milljónir evra.

Endurkaup og uppgreiðsla áútistandandi skuldabréfum miðar að því að draga enn frekar úr gjaldeyrisáhættugagnvart íslenskri krónu í efnahagsreikningi félagsins.“