Stjórn Marel hefur hefur í dag gert tvo kaupréttarsamninga við forstjóra félagsins, Hörð Arnarson, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Annars vegar er samningur um kauprétt á 1.500.000 hlutum á genginu 74 þar sem heimilt er að nýta 25% af úthlutuðum kauprétti ár hvert í febrúar eða nóvember 2007 til 2010.

Hinsvegar er samningur um kauprétt á 500.000 hlutum á genginu 74 þar sem heimilt er að nýta 50% af úthlutuðum kauprétti í febrúar eða nóvember 2009 og seinni 50% í febrúar eða nóvember 2010.