*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 27. maí 2013 17:01

Marel hækkaði eitt félaga í verði í dag

Langmest velta var með bréf Regins í Kauphöll Íslands í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01% í viðskiptum dagsins í dag. Gengi bréfa Marels hækkaði um 0,74% og voru það einu bréfin sem hækkuðu í verði í dag. Gengi bréfa Eimskips lækkaði um 1,34%, bréf VÍS lækkuðu um 0,60% og bréf TM lækkuðu um 0,38%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 740,6 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Regins, en velta með þau nam 435,2 milljónum króna. Gengi bréfa Regins lækkaði um 0,24% í dag.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,75% í viðskiptum dagsins. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 1,12% en sá óverðtryggði lækkaði um 0,21%.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 15,8 milljörðum króna og var velta með verðtryggð bréf þar af um 9,5 milljarðar króna.