Afar lítil velta var í kauphöllinni í dag eða einungis tæpir 2,7 milljarðar króna. Athygli vekur að velta með skuldabréf var einungis rúmir 1,5 milljarðar og er það afar lítið miðað við það sem eðlilegt getur talist.

Úrvalsvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,02 prósent í dag en mest var lækkunin hjá HB Granda, eða 0,83 prósent. Eimskip lækkaði um 0,66%, Vís um 0,61%, Reitir um 0,59%, Hagar um 0,40% og Eik um 0,07%. Hækkunin var mest hjá Marel, eða 0,79%. TM hækkaði um 0,48%, Sjóvá um 0,47%, Fjarskipti um 0,26%, Icelandair um 0,20% og N1 um 0,13%.

Langmest velta var í bréfum Eikar eða rúmlega 292 milljónir króna. Meðal þeirra fyrirtækja sem hækkuðu var veltan í Fjarskiptum mest, eða 116 milljónir króna.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,03% og stafaði sú hækkun einungis af 0,1% hækkunar óverðtryggðu skuldabréfavísitölunnar. Hin verðtryggða stóð í stað.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,04 prósent í dag. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,06% og hlutabréfavísitalan um 0,04%.