Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,84% í dag og munaði þar mestu um 2,26% hækkun á gengi Marels, en gengi félagsins lækkaði um rúm fjögur prósent í viðskiptum gærdagsins. Þá hækkaði gengi Fjarskipta um 0,75% og Icelandair um 0,59%. Hins vegar lækkuðu bréf Össurar um 0,24% og Regins um 0,23%. Velta á hlutabréfamarkaði í gær nam 1.153 milljónum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA stóð í stað í viðskiptum dagsins í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,01% en sá óverðtryggði lækkaði um 0,03%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 10,1 milljarði króna.