Hlutabréf Marel hækkuðu um 6,82% í 3 milljarða króna viðskiptum í dag, sem voru tæpir tveir þriðju hlutar heildarveltunnar á aðalmarkaði; 4,7 milljarða. Þá hækkaði úrvalsvísitalan um 3,62%. Marel er langtum stærsta einstaka félagið í vísitölunni, með um það bil þriðjungshlutdeild, en heildarmarkaðsverðmæti félagsins hækkað um 18 milljarða króna eftir viðskiptin í dag.

Töluverð viðskipti voru með Festi eða fyrir 560 milljarða króna og hækkuðu bréf félagsins um 2,2% í viðskiptunum. Sjóvá hækkaði um rúm 3% í viðskiptum fyrir 156 milljónir króna. Þá hækkaði VIS um 2,8% í 77 milljón króna viðskiptum.

Lítið var um rauðar tölur eftir viðskiptin í dag en aðeins lækkuðu tvö félög. Reitir um tæp 0,14% í níu milljón króna viðskiptum og Origo lækkaði um 0,41% í viðskiptum fyrir átta milljónir króna.