*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 11. júlí 2019 16:13

Marel hækkaði um 1,82%

Verð á hlutabréfum í Marel hækkaði um 1,82% í 223 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Marel hækkaði um 1,82% í 223 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Grandi hækkaði um 1,36% í 401 þúsund króna viðskiptum. En aðeins Marel og HB Grandi hækkuðu í dag.

Eimskip lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,66% í 43 milljóna króna viðskiptum. Hagar lækkuðu um 1,22% í 71 milljóna króna viðskiptum. 

Hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,66% í Kauphöllinni í dag en heildarveltan á Aðalmarkaði nam 766 milljónum króna.