Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,77% í dag og stendur nú í 1.652,89 stigum. Vísitalan hefur lækkað um 3,37% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 10,2 milljörðum króna, þar af var mikil velta á skuldabréfamarkaði eða 7,8 milljarðar. Það var 2,3 milljarða króna velta á skuldabréfamarkaði.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa Marel eða um 1,93% í ríflega milljarðs króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa Skeljungs um 1,46% í 52,4 milljón króna viðskiptum. Mest lækkaði gengi hlutabréfa HB Granda eða um 0,84% í 219,6 milljónum króna.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 9,9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 7,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 6,2 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði lítillega í dag í 0,7 milljarða viðskiptum.