*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Innlent 13. júlí 2020 16:30

Marel hækkar mest á rólegum degi

Yfir 40% af veltu hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar var með bréf Marels sem hækkuðu um 1,8%.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,1% í 238 milljóna króna veltu Kauphallarinnar í dag. Bréf Marels hækkuðu mest allra félaga hallarinnar eða um 1,8% í 101 milljón króna veltu. Gengi Marels stendur í 694,5 krónum á hlut eftir lokun markaða. 

Hagar hækkuðu um 0,63% í 24 milljóna króna viðskiptum og standa bréf félagsins í 48,2 krónum á hlut. TM lækkaði um 0,15% í 34 milljóna króna veltu. 

Velta skuldabréfamarkaðar Kauphallarinnar nam 6,2 milljörðum króna í dag. Mesta veltan var með flokkinn RIKB 28 1115 eða tæpir tveir milljarðar en ávöxtunarkrafa bréfanna lækkaði um 0,07%. Mesta hækkun ávöxtunarkröfu var með flokkinn RVKN 35 1 eða um 0,82% í 357 milljóna veltu. 

Stikkorð: Nasdaq Kauphöllin