Þrátt fyrir að ársfjórðungsuppgjör Marel, sem birt var í gær, sé vonbrigði að mati Greiningar Íslandsbanka eru viðbrögðin við því ekki slæm.

Gengi bréfanna hefur hækkað um 2,45% í dag í 301 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa í Marel hefur reyndar lækkað allt þetta ár. Fór úr 160 í byrjun febrúar og stendur í 122,5 í dag.