Hlutabréf Marels hafa hækkað um 3,3% í hundrað milljóna króna viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi félagsins stendur nú i 570 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra frá því í ágúst. Hlutabréfaverð Marels hefur nú hækkað um 16% á einum mánuði.

Gengi Sýnar hefur hækkað um 1,7% í 225 milljóna veltu og stendur nú í 59 krónum á hlut. Í morgun fóru í gegn 118 milljóna króna viðskipti með 0,75% hlut í Sýn á genginu 59 krónum.

Á First North-markaðnum hefur verið yfir 50 milljóna króna velta með hlutabréf Amaroq Minerals en gengi auðlindafélagsins hefur hækkað um 0,7% og stendur nú í 72,5 krónum. Hlutabréf Amaroq hækkaði um 9% í gær eftir að hafa sent frá sér tilkynningu um niðurstöður rannsóknar.