*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 7. júní 2019 08:59

Marel hækkar um 8%

Gengi hlutabréfa Marel hefur hækkað talsvert í fyrstu viðskiptum í Amsterdam

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Marel sem voru tekinn til viðskipta í kauphöllinni í Amsterdam nú í morgun hafa hækkað um 8% frá útboðsgegni. Gengi bréfanna stendur nú 4 evrum á hlut en útboðsgengi nam 3,7 evrum.

Þegar þetta er skrifað nemur markaðsvirði félagsins því rúmlega 3 milljöðrum evra eða því sem nemur um 420 milljörðum íslenskra króna. 

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel sló í gong við opnun Euronext markaðarins í Amsterdam í morgun, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun er Marel 132. fyrirrtækið sem skráð er í þessa elstu kauphöll heims, en hún hóf starfsemi árið 1602. Í heildina eru þó yfir 1.300 fyrirtæki skráð í kauphallir Euronext.

Samhliða skráningunni fór fram hlutafjárútboð á 100 milljón nýjum hlutum í félaginu, sem jafngilda 15% hlutafé félagsins, en margföld umframeftirspurn var á útboðsgenginu, bæði frá fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Miðað við upphaflegt útboðsgengi nemur markaðsvirði fyrirtækisins 2,82 milljörðum evra, eða sem samsvarar 394 milljörðum íslenska króna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is