Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 252,5 milljónum evra, en á sama tíma í fyrra voru tekjurnar 220,6 milljónir evra.

Hagnaður tímabilsins nam 21,4 milljónum evra, eða sem nemur 2.486 milljónum íslenskra króna miðað við gengið í dag, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 13,75 milljónum evra. Er það 55,2% aukning frá sama tíma árið 2016, en deilt niður á hluti nam hagnaðurinn 2,99 evrusentum á hvern hluta á ársfjórðungnum.

EBITDA félagsins fyrir tímablið var 46 milljónir, eða 18,2% af tekjum en fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra var EBITDA félagsins 38,2 milljónir eða 17,3 af tekjum. Sjóðstreymi frá reglulegri starfsemi fyrir skatta og vexti nam 37,9 milljónum evra sem er aukning um 10 milljónir frá sama tímabil í fyrra.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið byrja árið vel með auknum tekjum, auknum hagnaði og fjölgunum pantana.