Hlutabréf í Marel halda áfram að hækka við opnun markaða í morgun. Gengi bréfa Marel hafa hækkað sem nemur 3,99% í 441 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Marel hækkuðu auk þess um 11,58% í 1,7 milljarða viðskiptum í gær .

Gengi bréfa í Marel fyrir hækkanir síðustu tveggja daga var 224,5 krónur á hlut en verðið er nú 260,5 krónur á hlut. Um helgina tilkynnti Marel að það hefði undirritað kaup á hollenska fyrirtækinu MPS meat processing system. Kaupverðið var 382 milljónir evra eða 55 milljarðar króna.

Þann 24. nóvember 2014 var gengi hlutabréfa í Marel 124,5 krónur á hlut. Verð bréfa í Marel í dag, 24. nóvember 2015, er 260,5. Gengi bréfa í Marel hafa því rúmlega tvöfaldast á einu ári.