*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 20. maí 2020 17:20

Marel heldur áfram að hækka

Bréf Marel náðu nýjum hæðum og standa nú í 690 krónum á hlut. Bréf Icelandair lækkuðu um 14,4% í dag.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq

Heildarvelta Kauphallarinnar nam 2,5 milljörðum króna er OMXI10 vísitalan hækkaði um 0,97%. Bréf Icelandair lækkuðu mest í Kauphöllinni í dag en þau enduðu í 1,54 krónum á hlut, um 14,4% lækkun frá lokun markaða í gær, eftir 63 milljóna krónu viðskipti.  

Sjá einnig: Ósennilegt að semjist við flugfreyjur

Fasteignafélagið Eik lækkaði næst mest eða um 4,27% í 121 milljóna krónu viðskiptum. Sýn lækkað 4,21% í 33 milljóna krónu viðskiptum og stendur nú í 25 krónum á hlut.

Marel heldur áfram að hækka og stendur nú í 690 krónum á hlut eftir 3,14% hækkun en 361 milljóna krónu velta var á bréfum félagsins í dag. 

Mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka sem lækkuðu um 2,39% í 428,7 milljónum króna viðskiptum. Þriðju mestu viðskiptin voru með bréf Festis sem lækkuðu um 0,79% í 284 milljóna krónu viðskiptum. 

Stikkorð: Marel Icelandair Kauphöllin