Íslenski hlutabréfamarkaðurinn aðeins meiri viðskipti fóru fram dag heldur en í gær en velta á aðalmarkað Kauphallarinnar nam rúmlegum 2 milljarði króna á móti 1,1 milljarði gærdagsins. Marel hélt áfram að lækka og fór niður um 1,24% og stendur nú í 636 krónur á hlut en var í gær 644 krónur. Veltan var hins vegar meiri í dag en í gær eða um 351 milljón króna á móti 203 milljón króna gærdagsins.   

Mesta veltan var með hlutabréf Íslandsbanka eða um 397 milljónir króna en bréfin féllu um 0,5% í viðskiptum dagsins. Gengið var því í 121,4 krónum á hlut í lok dags.

Icelandic Seafood er komið í 10,3 krónur á hlut og hækkaði um 3% viðskiptum dagsins, en félagið var búið að stefna niður á við í ágætan tíma og var komið undir 10 krónur í seinustu viku. Þannig hækkaði Reitir um 1%  en verðið stendur í 101 krónu á hlut. Kvika fjárfestingarbanki hækkaði um rúm 0,9% og stendur hlutur þess í 21,1 krónu á hlut.