Hlutabréf í Marel féllu gríðarlega í Kauphöll Íslands í dag. Ástæðan er sú að í morgun gaf félagið út afkomuviðvörun vegna fjórða ársfjórðungs, eins og VB.is greindi frá fyrr í dag. Féllu hlutabréfin um 5,19% í 411 milljóna króna viðskiptum. Þá vekur ekki síður athygli mikil hækkun bréfa í N1, en í 600 milljóna króna viðskiptum hækkuðu bréfin um 3,26%.

Þá voru gríðarlega mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði en í heild námu þau 16,6 milljörðum króna. Athygli vekur að viðskipti með verðtryggð bréf voru meiri en oft áður en þau náum tæplega 7,3 milljörðum króna á meðan viðskipti með óverðtryggð bréf námu 9,3 milljörðum.

Ávöxtunarkrafa hækkar á alla flokka óverðtryggðra bréfa en lækkar á alla flokka verðtryggðra bréfa.