Marel Food Systems hefur nú tryggt sér, með kaupum á Stork Food Systems og nokkrum öðrum öflugum félögum, óskastöðu í framleiðslu á tækjabúnaði fyrir matvælaiðnað.

Með örri fjölgun mannkyns og breyttum matarvenjum eykst þörfin mest fyrir sérhæfðan búnað í þeim greinum sem Marels-menn veðjuðu á fyrir tveimur árum, þ.e. í kjúklingaiðnaði og fiskeldi.

Sameinað fyrirtæki veltir nú um 75 til 80 milljörðum króna á ári.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í opnuúttekt í Viðskiptablaðinu á morgun.

Áskrifendur geta nú þegar, eða frá kl. 21 í kvöld lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .