Marel keypti í dag 600 þúsund hluti eigin bréfa. Fram kemur í tilkynningu að kaupin voru gerð á genginu 123,5 krónur á hlut. Miðað við það nam kaupverð hlutanna 7,5 milljónum króna.

Ástæða þess að Marel keypti bréf er að mæta skilyrðum um framkvæmd kaupréttarsamninga við starfsmenn.

Fram kom nýverið í uppgjöri Marel að Theo Hoen , fyrrverandi forstjóri Marel, hafi fengið stóra hluta af þeim 314 milljónum króna sem fyrirtækið varði til breytinga á stjórnunarstöðum hjá Marel þegar hann hætti í fyrrahaust.