Marel keypti í dag sjö milljónir eigin bréfa fyrir 885 milljónir króna á genginu 126,5 krónur á hlut. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að kaupin sé gerð til að mæta skilyrðum um framkvæmd kaupréttarsamninga við forstjóra, framkvæmdastjóra og lykilstarfsfólk fyrirtækisins.

Fram kemur í ársskýrslu Marels að kaupréttarsamningar hafi verið gerðir við stjórnendur um nokkurra ára skeið.