*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 16. ágúst 2018 15:33

Marel kaupir eigin hluti fyrir 1,9 milljarða

Í dag barst Kauphöllinni tilkynning þess efnis að Marel hyggist kaupa eigin hluti fyrir tæpa 1,9 milljarða króna.

Ritstjórn
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marels.
Haraldur Guðjónsson

Í dag barst Kauphöllinni tilkynning þess efnis að Marel hyggist kaupa eigin hluti fyrir tæpa 1,9 milljarða króna. Fjöldi hlutanna sem um ræðir eru um 5 milljónir á genginu 376 krónur á hlut. Fjöldi hluta eftir viðskipti er 60,7 milljónir. 

Viðskiptablaðið fjallaði um í gær að Marel hafi keypt bréf fyrir 1,8 milljarð króna. Fram kom í fréttinni að Capacent hafi hækkað verðmat sitt á markaðsvirði fyrirtækisins um 10 milljarða króna frá síðasta mati sem gefið var út í febrúar. 

Í tilkynningunni kom fram að viðskiptin séu gerð á grundvelli heimildar frá stjórn Marel hf. til stjórnenda félagsins til að kaupa allt að 20 milljónum eigin hluta að nafnvirði, sem ætlaðar eru sem endurgjald í mögulegum fyrirtækjakaupum, samanber fréttatilkynningu 7. febrúar 2018.

Stikkorð: Marel