Marel er nú komið með næstum 20% hlut í hollensku iðnfyrirtækjasamsteypunni Stork, að því er kemur fram í dagblaðinu Het Financieele Dagblad og er þar vitnað til ónefndra heimildarmanna á Íslandi.

Í blaðinu segir að Marel sé nú að undirbúa tilboð í Stork, sem muni vera hærra en yfirtökutilboð breska fjárfestingafélagsins Candover sem hljóðar upp á 47 evrur á hlut, eða alls um 1,5 milljarða evra.

Fyrir skömmu jók Marel við hlut sinn í Stork,úr 10,9% í 16,9%.