Marel kynnir nýja fyrirtækjaímynd, Marel Food Systems, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar kemur fram að henni er ætlað að stuðlar að áframhaldandi vegferð samstæðunnar í átt að því að verða meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði matvælaiðnaðar. Marel Food Systems er sameinað andlit sölu og þjónustu fyrir meginvörumerkin fjögur: AEW Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt.

Í tilkynningunni kemur fram að Marel hefur verið í öflugum innri og ytri vexti og þróast yfir í að verða sannarlega alþjóðlegt fyrirtæki. Kaupin á AEW Delford í Bretlandi og Scanvaegt í Danmörku árið 2006 voru algjört lykilatriði í umskiptunum sem breyttu andliti fyrirtækisins og lögðu grunn að framtíðinni. Breytingarnar sem þau höfðu í för með sér, bæði á uppbyggingu fyrirtækisins og vöruframboði, endurspeglast nú í nýju fyrirtækjaímyndinni.

Samlögun fyrirtækjanna í eitt fyrirtækisheiti og eina stefnu er skref fram á við sem nýtir auðlindir allra fyrirtækjanna eins og best verður á kosið. Þess er vænst að breytingin skapi aukið virði og veiti viðskiptavinum betri þjónustu samhliða því að bæta tengsl og efnahagslegan ávinning innan virðiskeðjunnar.

Sem einn sameinaður birgir mun Marel Food Systems þjóna viðskiptavinum sínum betur og bjóða upp á heildarlausnir á öllum stigum matvælaiðnaðar. Alþjóðlega þekkt vörumerki fyrirtækisins ? AEW Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt ? eru orðin að viðmiðum fyrir samræmdan áreiðanleika og þjónustu og verða áfram markaðssett sem slík.

Þróun hinnar nýju ímyndar var í höndum auglýsinga- og almannatengslafyrirtækisins Loewy í London og íslensku auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Marel Food Systems var valið sem heiti fyrirtækisins þar sem nafnið Marel hentar vel í alþjóðlegu samhengi, er stutt og tiltölulega auðvelt í framburði, alþjóðlega skráð og tilbúið til notkunar. Hin lýsandi viðbót, Food Systems, skapar fyrirtækinu sterka stöðu á sínu sviði og endurspeglar gildi núverandi vörumerkja.

Nýtt merki fyrirtækisins er samsett úr nafninu Marel Food Systems í lágstöfum og rafeind sem stendur fyrir tækni og nýsköpun. Dökkblár litur er ráðandi sem er í sterkri andstöðu við hinn líflega og eldrauða lit rafeindarinnar. Öll fyrirtækin innan Marel Food Systems hafa fengið nýtt firmamerki í sama stíl. Nýju merkin senda skýr skilaboð: Fyrirtækin eru enn fjögur talsins en við vinnum saman, við erum með sömu ímynd og búum yfir sama nýsköpunarkrafti.