*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 25. janúar 2020 18:03

Marel lækkaði um 37 milljarða

Gengi bréfa Marel lækkaði um 7,4% í liðinni viku eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun.

Ritstjórn

Við lokun markaða á föstudag stóð gengi bréfa Marel í hæstu hæðum þegar það nam 648 krónum á hlut sem samsvarar markaðsvirði upp á 499,6 milljarða króna. Eftir að félagið birti afkomuviðvörun seinna sama dag lækkaði hlutabréfaverð þess um 7,4% í vikunni sem leið og stóð við lokun markaða í gær í 600 krónum á hlut. 

Markaðsvirði félagsins stendur nú í 462,6 milljörðum og hefur því lækkað um 37 milljarða í vikunni. Raunar höfðu bréf félagsins lækkað um 8% á fimmtudag og markaðsvirðið um 39,2 milljarða eftir fjóra lækkunardaga í röð. Bréf félagsins hækkuðu hins vegar um 2,4% í gær. 

Stikkorð: Marel