Í dag eru 30 ár frá því Marel var skráð í Kauphöllina. Gengi félagsins lækkaði um 3,14% í 343 milljóna króna viðskiptum og lækkaði þar með næst mest í dag. Gengi bréfa félagsins hafa verið í stöðugu falli og hefur lækkað um 28,82% það sem af er ári.

Töluverðar lækkanir voru í Kauphöllinni eftir viðskipti dagsins. Þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,93% eftir viðskipti dagsins en heildarvelta á markaði nam 2,2 milljörðum króna. Af 22 skráðum félögum voru 15 rauð en tvö græn eftir viðskipti dagsins.

Mesta hækkun dagsins var hjá bréfum Sýnar en þau hækkuðu um 0,85% í 120 þúsund króna viðskiptum. Þar á eftir hækkuðu bréf Sjóvá um 0,61% í 117 þúsund króna viðskiptum. Þá lækkaði gengi Haga mest í dag eða um 3,62% í 44 milljóna króna viðskiptum