Gengi hlutabréfa Marel hefur lækkað um 2,6% það sem af er þessum degi í rúmlega 760 milljóna veltu. Félagið birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung þar sem kom fram að hagnaður hafi tímabilsins hafi verið 29,5 milljónir evra. Var afkoman í takt við spár greiningaraðila.

Að sögn þeirra aðila á fjármálamarkaði sem Viðskiptablaðið ræddi við má helst rekja lækkunina í dag til þess að stjórnendur Marel hafi dregið örlítið úr væntingum fyrir komandi misseri auk þess sem væntanleg skráning félagsins á erlenda markaði muni taka lengri tíma en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. Þá sé einnig ró yfir markaðnum sem hafi orðið til þess að þeir sem hafi viljað selja hafi þurft að gera það á örlítið lægra verði en venjulega sem hafi ýtt verðinu lengra niður.

Marel er ekki eina fyrirtækið sem hefur lækkað í byrjun dags. N1 hefur lækkað um 2,71% 109 milljóna króna viðskiptum, Skeljuingur um 2,31% og Sjóvá um 1,98%.