Hlutabréf í Marel hafa lækkað um 3,2% í 206 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Eins og kunnugt er hafa síðustu dagar verið viðburðarríkir fyrir Marel. Nýr forstjóri, Árni Oddur Þórðarson, var ráðinn en hann er fyrrverandi stjórnarformaður.

Í morgunpósti IFS greiningar í dag er haft eftir Árna Oddi að ráðning hans feli ekki í sér stefnubreytingu hjá Marel. Aftur á móti hafi Marel ekki tekist að ná markmiðum sínum og því muni nýr forstjóri fylgja betur þeirri stefnu sem mörkuð hafi verið til að ná markmiðunum.