Marel hefur lækkað töluvert í Kauphöllinni það sem af er degi. Alls nemur lækkunin 2,96% í 310 milljón króna viðskiptum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er ástæða lækkunar sú að uppgjör Marel, sem var birt eftir lokun markaða í gær, var örlítið undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam tæpum milljörðum króna samanborið við 1,6 milljarða árið 2014. Þá nam hagnaður á hlut árið 2015 10,5 krónum samanborið við 2,2 krónur árið 2014.