*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 8. febrúar 2018 17:01

Marel leiðir hækkun vísitölunnar

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,73% en bréf Marel hækkuðu um 6,74% eftir hagfellt uppgjör á fjórða ársfjórðungi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 2,73% í dag og stendur í 1.764,50 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu rúmlega 3,6 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,11% og stendur því í 1.364,27 stigum en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 3,4 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Marel eða um 6,74% en félagið skilaði árshlutauppgjöri í gærkvöldi en félagið skoðar nú mögulega skráningu á markaði erlendis. Viðskipti með bréf félagsins námu 1,5 milljörðum króna en lokagengi þeirra var 364,00 krónur. Sjóvá hækkaði næst mest eða um 2,02% í tæpum 143 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins stóðu því í 17,65 krónum í lok dags.  

Mest lækkuðu bréf Eimskipa eða um 1,73% í 85 milljón króna viðskiptum. Bréf skipafélagsins stóðu því í 227,50 krónum við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Reita næst mest eða um 1,44% og stóðu í 88,70 krónum við lok dags en viðskipti með bréfin námu 288 milljónum króna.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 2,14% í 3,4 milljarða króna viðskiptum. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,12% í 3,1 milljarðs króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,07% í 145 milljón króna viðskiptum en óverðtryggi hluti hennar hækkaði um 0,21% í rúmum 3 milljarða króna viðskiptum.

Stikkorð: kauphöllin marel markaðurinn