Marel hefur nú lokið við kaupum á TREIF, þýskum framleiðenda skurðtæknilausna, en tilkynnt var um viðskiptin 4. september síðastliðinn. Sagt er frá því að TREIF muni styrkja vöruframboð Marel á heildarlausnum og styðja við sölu staðlaðra lausna. Frá þessu er greint í tilkynningu félagsins.

Sjá einnig: Marel kaupir félag fyrir 23 milljarða

Greint er frá því að kaup Marel á TREIF voru gerð með hefðbundnum fyrirvörum, til að mynda um samþykki samkeppnisyfirvalda sem samþykktu kaupin án athugasemda. Kaupverðið byggist á heildarvirði (e. enterprise value) og var greitt með 128 milljónum evra í reiðufé, andvirði 21 milljarðs króna miðað við gengi dagsins í dag, og 2,9 milljónum hluta í Marel. Miðað við markaðsgengi Marel í dag eru bréfin virði ríflega tveimur milljarða króna. Því nemur kaupverðið alls 23 milljörðum króna.

TREIF var stofnað árið 1948, er með yfir 80 milljónir evra í árstekjur, andvirði 13,2 milljörðum króna og um 13 milljónir evra í EBITA, andvirði ríflega 2,1 milljarði króna. Starfsmenn félagsins eru um 500 á starfsstöðvum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.