Það er komið út nýtt verðmat á Marel frá greiningardeild Glitnis og er félagið metið á 15,8 milljarða króna, það jafngildir verðinu 66,3 krónur á hlut. Síðasta verðmat greiningardeildarinnar á Marel var unnið í ágúst 2005 og fékkst þá út verðmat upp á 58,8 krónur á hlut.

Gengi Marel er 74,60 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

"Í ljósi verðmatsins mælum við með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í Marel," segir greiningardeildin er það til lengri tíma. ?Ráðgjöf okkar til skemmri tíma, það er næstu 3-6 mánaða, er að fjárfestar markaðsvegi bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum."

Þegar verðmatið var gert var evran 87,7 krónur. Gengisbreytingar geta haft áhrif á verðmatið.