Reitir hækkuðu mest af félögum Kauphallarinnar eða um 4,5% í 84 milljóna krónu viðskiptum. Hagar fylgdu þeim á eftir með 3,06% hækkun í 131 milljóna krónu viðskiptum.

Mestu viðskiptin voru með bréf Arion banka sem lækkuðu um 0,67% í 506 milljóna krónu viðskiptum. Þriðju mestu viðskiptin voru með bréf Kviku sem hækkuðu um 1,34% í 262 milljóna krónu viðskiptum. Mest lækkuðu bréf Sýnar eða um 2,25% í 13 milljóna krónu viðskiptum.

Bréf Marels náðu nýjum hæðum í genginu 666 krónum á hlut eftir 1,68% hækkun í 310 milljóna krónu viðskiptum. Markaðsvirði Marels er nú orðið rúmlega 513,5 milljarðar króna.

Íslenska krónan styrktist um 0,76% gagnvart dollaranum, 0,13% gagnvart evrunni og 0,83% gagnvart japanska yeninu en gengið hélst nær óbreytt gagnvart pundinu.