Marel seldi eiginbréf fyrir um 24,9 milljónir í dag og er það árangurstengd greiðsla samkvæmt samningi um kaup félagsins á öllu hlutafé í Póls 10. mars 2004. Þetta kemur fram í tilkynnningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 331.004 hluti og fóru viðskiptin fram á genginu 75,09 krónur á hlut, sem er markaðsgengi. Eftir viðskiptin á Marel 918.335 hluti af eiginbréfum.

Í lok febrúar ákvað Marel að loka starfsstöð sinni á Ísafirði en framleiðslueiningin þar var upphaflega Póls, samkvæmt tilkynningu.