Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,27% í viðskiptum dagsins og stóð hún í 1.712,24 stigum í lok dags. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam tæpum 1,2 milljörðum króna.

Velta dagsins á hlutabréfamarkaði nam 3 milljörðum króna en vísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,15% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.246,63 stigum.

Marel, Síminn og Eik einu sem hækkuðu

Einu fyrirtækin sem hækkuðu í kauphöllinni í dag voru Marel, Síminn og Eik fasteignafélag. Hækkaði Marel mest, eða um 1,27% í 184 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf í félaginu á 240,0 krónur.

Síminn hækkaði næst mest, eða um 0,96% í 39 milljón króna viðskiptum og endar hvert bréf félagsins á að kosta 3,17 krónur.

Loks hækkaði Eik fasteignafélag um 0,37% í 25 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfa félagsins nú 10,71 krónur.

Össur, HB Grandi og N1 lækkuðu mest

Össur lækkaði langmest í viðskiptum dagsins, en í tiltölulega litlum viðskiptum, að andvirði rétt tæplega 5 milljón króna.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa HB granda, sem lækkuðu um 1,32 í 40 milljón króna viðskiptum. Verð bréfa félagsins er nú 26,25 krónur.

Þar næst eru bréf N1 sem lækkuðu um 1,16% í 143 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 128,00 krónur.