Örlítil lækkun var á OMXI8 úrvalsvísitölu Nasdaq í dag, eða um 0,1%. Er það öllu betri niðurstaða en úrvalsvísitala Norrænu kauphallanna, OMXN40 sem lækkaði um 2,06% í dag.

Í Íslensku kauphöllinni voru það bréf HB Granda sem hækkuðu mest, eða um 0,95%. Veltan var heldur lítil, eða rúmar 2,5 milljónir króna. Mest lækkun varð hinsvegar á bréfum VÍS sem lækkuðu um 2,63%. Velta með bréf VÍS var nokkru meiri, eða rúmar 135 milljónir.

Mest velta var með bréf Marel og var hún 254 milljónir króna. Gengi Marel var engu að síður það sama í lok dags og í morgun, eða 135 krónur á hlut.