Hagnaður Marel á þriðja ársfjórðungi var 9,8 milljónir evra, sem er talsvert betra en fyrir ári síðan þegar hann var tæplega 6 milljónir evra. Tekjur félagsins jukust töluvert á milli ára og voru 187,9 milljónir evra borið saman við 156,9 milljónir evra í fyrra. „Þetta er söluhæsti ársfjórðungur hjá okkur frá upphafi,“ sagði Árni Oddur Þórðarson í samtali við VB Sjónvarp.

Marel hefur að undanförnu staðið í hagræðingaraðgerðum og hefur varið til þess 12 milljónum evra á árinu. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir þessar aðgerðir hafa verið orðnar tímabærar.

„Þeir eru að gera hluti til þess að lækka hjá sér fastan kostnað og einfalda reksturinn sem þeir hefðu átt að gera í kjölfar þess að þeir keyptu Stork. En betra er seint en aldrei og þeir eru að gera það myndarlega núna að manni sýnist. Um leið virðast þeir vera mjög ákveðnir að missa ekki fókus í þróunar,- markaðs- og sölumálum,“ segir Jóhann. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir gott uppgjör einkum skýrast af þremur ástæðum. „Það eru mjög góðar markaðsað- stæður núna,“ segir Árni Oddur. Talsvert svigrúm sé því til fjárfestinga meðal við- skiptavina Marel.

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu, sem fylgdi með Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .