Landslið Íslands er nú á leið á alþjóðlegu Ólympíukeppnina í eðlisfræði sem er haldin í Eistlandi dagana 15.-24.júlí. Fimm keppendur ásamt tveimur leiðbeinendum fara saman út en valið var í liðið í eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi. Í fyrra hafnaði Ísland í þriðja sæti og hlaut tvenn heiðursverðlaun.

Marel styður Ólympíufarana en Marel hefur á undanförnum árum hvatt til nýsköpunar með stuðningi við nemendur á öllum stigum eins og segir í tilkynningu fyrirtækisins.