*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 3. apríl 2014 15:09

Marel styrkir Team Spark

Hópur nemenda við Háskóla Íslands og LHÍ keppa í sumar í hönnunar- og kappaksturskeppni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Team Spark, lið Háskóla Íslands í kappakstri, mun í sumar taka þátt í hönnunar- og kappaksturskeppninni Formula Student á Silverstone í Bretlandi. Þetta er fjórða skiptið sem liðið tekur þátt í keppninni, sem er fyrir nemendur á háskólastigi. Liðið samanstendur af 33 nemendum sem stunda verkfræðinám við Háskóla Íslands. Í ár koma nemendur úr vélaverkfræði, iðnaðarverkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og hugbúnaðarverkfræði að liðinu, ásamt nemendum úr vöruhönnun við LHÍ. 

Framleiðsla á rafknúnum kappakstursbíl er kostnaðarsöm og þarf liðið á styrkaraðilum að halda. Greint var frá því fyrr í dag að Marel verði aðalstyrktaraðili Team Spark en keppendur og Marel hafa átt í mjög góðu samstarfi við smíði á íhlutum í bíl liðsins. Hluti fjöðrunarkerfisins er smíðaður í Marel, þar af eru upprétturnar stærstar en þær virka sem hýsing fyrir hjólaleguna og tengja dekkin við bílinn. Stór hluti vinnu sem tengist rafkerfi bílsins kemur einnig frá Marel en liðið hefur unnið að rásasmíði undir leiðsögn Steinars Þorvaldssonar, sem starfar við tækja- og hugbúnaðarþróun hjá Marel.

Stikkorð: Marel Team Spark