Eins og staðan er þegar þetta er skrifað þá hefur gengi bréfa Marels hækkað um 6,49% í 583 milljóna viðskiptum, en Marel birti í gær ársfjórðungsskýrslu sína. Fæst nú hvert bréf félagsins á 295,50 krónur

Icelandair hefur einnig hækkað veglega eða um 5,05% í 433 milljón króna viðskiptum og eru bréf félagsins nú verðlögð á 15,60 krónur.

Gengi bréfa Granda hefur einnig hækkað eða um 5,44% í 174 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú komið í 27,15 krónur.

Ekkert bréf í kauphöllinni hafa lækkað það sem af er degi, en úrvalsvísitalan hefur hækkað um 3,74% og stendur nú í 1.692,16 krónur.